Lýðræðisflokkurinn

lydraedisflokkurinn.is

Lýðræðisflokkurinn's Formaður: Arnar Þór Jónsson

Arnar Þór Jónsson

Formaður

Logo

Atvinnumál

Lýðræðisflokkurinn stendur vörð um atvinnufrelsi manna og vill auka það á öllum sviðum. Bæta þarf rekstraraðstöðu og samkeppnisstöðu lítilla og meðalstórra fyrirtækja einfaldara regluverki og með því að draga úr eða fella niður álögur.

Lýðræðisflokkurinn vill efla innlenda atvinnustarfsemi m.a. með því

…að stuðla að aukinni framleiðni hérlendis, efla hagvöxt og tryggja þar með hagsæld og framfarir á Íslandi. Á vettvangi ríkisfjármála leggur Lýðræðisflokkurinn áherslu á hófsemi í útgjöldum og sköttum. Útþensla ríkisins verði stöðvuð, dregið verði úr ríkisumsvifum og kostir einkaframtaksins nýttir. Með skattalækkunum verði fólk hvatt til aukinnar atvinnuþátttöku og nýsköpunar.

…með það að markmiði að Ísland sé sjálfbært í matvælaframleiðslu. Standa ber vörð um íslenskan landbúnað, þ.m.t. framleiðslu á kjöti og grænmeti. Leysa ber íslenska bændur undan forsjárhyggju og miðstýringu. Stuðla ber að nýliðun í landbúnaði.

…með því að bændum verði gert kleift að nýta sóknarfæri á hverjum stað, stuðla að nýbreytni í heilnæmri búvöru á öllum sviðum, m.a. með því að selja vöru sína beint frá býli. Neytendum verði tryggðar öruggar upplýsingar um uppruna og innihald allrar búvöru.

…með því að leiðrétta valdaójafnvægi milli stórútgerðar og almannahagsmuna. Búa sjávarútvegi skilyrði til að sækja fram, á jafnræðisgrunni. Allur fiskur sem veiddur er á Íslandsmiðum verði seldur á fiskmarkaði.

…með því að skapa ferðaþjónustu skilyrði um land allt til áframhaldandi atvinnusköpunar og gjaldeyrisöflunar. Erlendir ferðamenn greiði komugjald sem nýtt verði eingöngu til innviðauppbyggingar og til að vernda viðkvæma staði í ríkiseigu fyrir átroðningi. Að auki verði kröfur um ráðstöfunarfé ferðamanna hækkaðar.

…með því að náttúruperlur verði verndaðar og vatns- og jarðvarmaorka verði nýtt í jafnvægi við náttúruna.

Byggðarmál

Lýðræðisflokkurinn stendur vörð um atvinnufrelsi manna og vill auka það á öllum sviðum. Bæta þarf rekstraraðstöðu og samkeppnisstöðu lítilla og meðalstórra fyrirtækja einfaldara regluverki og með því að draga úr eða fella niður álögur.

Lýðræðisflokkurinn vill efla innlenda atvinnustarfsemi m.a. með því

…að stuðla að aukinni framleiðni hérlendis, efla hagvöxt og tryggja þar með hagsæld og framfarir á Íslandi. Á vettvangi ríkisfjármála leggur Lýðræðisflokkurinn áherslu á hófsemi í útgjöldum og sköttum. Útþensla ríkisins verði stöðvuð, dregið verði úr ríkisumsvifum og kostir einkaframtaksins nýttir. Með skattalækkunum verði fólk hvatt til aukinnar atvinnuþátttöku og nýsköpunar.

…með það að markmiði að Ísland sé sjálfbært í matvælaframleiðslu. Standa ber vörð um íslenskan landbúnað, þ.m.t. framleiðslu á kjöti og grænmeti. Leysa ber íslenska bændur undan forsjárhyggju og miðstýringu. Stuðla ber að nýliðun í landbúnaði.

…með því að bændum verði gert kleift að nýta sóknarfæri á hverjum stað, stuðla að nýbreytni í heilnæmri búvöru á öllum sviðum, m.a. með því að selja vöru sína beint frá býli. Neytendum verði tryggðar öruggar upplýsingar um uppruna og innihald allrar búvöru.

…með því að leiðrétta valdaójafnvægi milli stórútgerðar og almannahagsmuna. Búa sjávarútvegi skilyrði til að sækja fram, á jafnræðisgrunni. Allur fiskur sem veiddur er á Íslandsmiðum verði seldur á fiskmarkaði.

…með því að skapa ferðaþjónustu skilyrði um land allt til áframhaldandi atvinnusköpunar og gjaldeyrisöflunar. Erlendir ferðamenn greiði komugjald sem nýtt verði eingöngu til innviðauppbyggingar og til að vernda viðkvæma staði í ríkiseigu fyrir átroðningi. Að auki verði kröfur um ráðstöfunarfé ferðamanna hækkaðar.

…með því að náttúruperlur verði verndaðar og vatns- og jarðvarmaorka verði nýtt í jafnvægi við náttúruna.

Efnahagsmál

Hallalaus fjárlög eiga að vera meginreglan með þröngum undantekningum.

Lækka ætti skatta og gjöld eftir fremsta megni eftir að hagrætt hefur verið í ríkisrekstri. Því meira sem skattgreiðendur halda eftir af sínu sjálfsaflafé, því betra.

Leggja ber niður alla framleiðslustyrki nema í landbúnaði. Afnema ber þá tolla sem ekki eru verndartollar.

Einkavæða ber sem flest ríkisfyrirtæki nema Landsvirkjun og Landsnet.

Hinir ríkisstyrktu kerfisflokkar hafa sýnt að þeim er ekki treystandi til að halda aftur af verðbólgu. Koma verður böndum á verðbólgu umsvifalaust, m.a. með hallalausum ríkisrekstri og niðurskurði útgjalda ríkisins um 20%.

Lýðræðisflokkurinn mun beita sér fyrir lögbundnu 4% vaxtaþaki á stýrivexti ásamt því að taka húsnæðislið út úr vísitölu neysluverðs.

Evrópumál

Lýðræðisflokkurinn er alfarið á móti því að Ísland gerist aðilidarríki Evrópusambandsins sem og bókun 35.

Alþjóðlegar skuldbindingar ríkisins verði teknar til endurskoðunar, einkum EES-samningurinn og loftslagssamningar. Ísland ætti að segja sig frá samstarfi við Evrópusambandið um loftslagsmál. Árétta verður tvíeðli íslensks réttar og sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar. Hafna ber orkupökkum ESB.

Heilbrigðismál

Heilbrigðisþjónusta verði betur tryggð með skynsamlegri blöndu opinbers rekstrar og einkarekstrar. Framfarir, fagmennska, samkeppni, hagsýni og skynsamlegt aðhald eru hornsteinar góðrar heilbrigðisþjónustu. Við teljum að nýta megi betur það fjármagn sem nú fer í heilbrigðiskerfið með markvissum aðgerðum til að bæta aðgengi og þjónustu heilbrigðiskerfisins um allt land.

Aðeins íslenskir ríkisborgarar njóti sjúkratrygginga og eigi kost á almannatryggingum og atvinnuleysistryggingum. Styrkja þarf sjúkraflugið og strax fara að huga að byggingu nýs þjóðarsjúkrahúss. Endurreisa þarf fjórðungssjúkrahúsin svo þau geti þjónað betur landsbyggðinni.

Húsnæðismál

Sjá efnahagsmál. Einnig verður að einfalda byggingarreglugerð. Fólk getur ekki byggt sér hús sjálft í dag eins og áður fyrr vegna íþyngjandi reglugerða. Sveitarfélög verða að tryggja nægjanlegt lóðaframboð. 2,2 milljónir ferðamanna hafa hleypt upp húsnæðisverði og því má fækka ferðamönnum með því að setja á þá komugjöld, sem nýtt verða til að styrkja innviði.

Jafnréttismál

Áhersla skal vera á jafnræði allra fyrir lögum.

Menntamál

Lýðræðisflokkurinn stendur fyrir frelsi í menntamálum og stendur vörð um íslenska tungu og menningu.

Auka ber valfrelsi á öllum sviðum menntunar. Góðir kennarar geti fengið greidd laun til samræmis við frammistöðu. Opnað verði fyrir fjölbreyttari rekstrarform á öllum skólastigum með upptöku ávísanakerfis. Skólanámskrá verði einfölduð og einstaka skólum og kennurum verði gefið meira frjálsræði til að setja sínar áherslur. Efla þarf iðnmenntun á Íslandi og auðvelda hæfileikafólki og verkmönnum sem ekki hafa hlotið formlega skólagöngu að hljóta viðurkenningu í sinni starfsgrein. Skólastarf efli gagnrýna hugsun og miði ekki að innrætingu.

Loftslagsmál

Kolefnisskattar verði felldir niður í ljósi þess að Ísland hefur skilað sínu framlagi nú þegar.

Samgöngumál

Lýðræðisflokkurinn vill stuðla að bættum samgöngum í lofti, á láði og á legi.

Með uppbyggingu stofnbrauta, mislægra gatnamóta og ljósastýringum. Sundabraut fái forgang í ljósi öryggis og dreifingar á umferð. Hafnað er áformum um tugmilljarða fjársóun vegna svonefndrar borgarlínu. Samgöngusáttmálinn verið tekinn til endurskoðunar. Nýta ber kosti einkaframkvæmdar við gerð umferðarmannvirkja, eins og Hvalfjarðargöngin eru gott dæmi um. Innheimta má veggjöld fyrir notkun umferðarmannvirkja með rafrænum hætti. Skattlagning vegna vegaframkvæmda skili sér á réttan stað.

Sjávarútvegsmál

Leiðrétta þarf valdaójafnvægi milli stórútgerðar og almannahagsmuna. Búa sjávarútvegi skilyrði til að sækja fram, á jafnræðisgrunni. Allur fiskur sem veiddur er á Íslandsmiðum verði seldur á fiskmarkaði.

Skattamál

Hallalaus fjárlög eiga að vera meginreglan með þröngum undantekningum.

Lækka ætti skatta og gjöld eftir fremsta megni eftir að hagrætt hefur verið í ríkisrekstri. Því meira sem skattgreiðendur halda eftir af sínu sjálfsaflafé, því betra.

Leggja ber niður alla framleiðslustyrki nema í landbúnaði. Afnema ber þá tolla sem ekki eru verndartollar.

Einkavæða ber sem flest ríkisfyrirtæki nema Landsvirkjun og Landsnet.

Hinir ríkisstyrktu kerfisflokkar hafa sýnt að þeim er ekki treystandi til að halda aftur af verðbólgu. Koma verður böndum á verðbólgu umsvifalaust, m.a. með hallalausum ríkisrekstri og niðurskurði útgjalda ríkisins um 20%.

Lýðræðisflokkurinn mun beita sér fyrir lögbundnu 4% vaxtaþaki á stýrivexti ásamt því að taka húsnæðislið út úr vísitölu neysluverðs.

Stjórnarskrármál

Lýðræðisflokkurinn telur ekki aðkallandi að breyta stjórnarskránni.

Orkumál

Landsvirkjun og Landsnet verði áfram í eigu þjóðarinnar. Virkjunarkostir jarðvarma og fallvatna verði nýttir til fulls í jafnvægi við náttúruna áður en aðrir kostir verði skoðaðir. Íslenskum heimilum og almennri atvinnustarfsemi sé tryggður forgangur að raforku umfram stóriðju. Kolefnisskattar verði felldir niður í ljósi þess að Ísland hefur skilað sínu framlagi nú þegar.

Umhverfismál

Einungis íslenskir ríkisborgarar eða lögaðilar hafi heimild til að eiga jarðir og kvóta á Íslandi. Þeir skulu eiga heimilisfesti hér á landi og greiða skatta og skyldur á Íslandi.

Alþingi setji í krafti sjálfsákvörðunarréttar síns lög um að nýtanlegar náttúruauðlindir innan íslenskrar lögsögu, sem ekki eru í einkaeigu, séu eign íslenska ríkisins.

Lýðræðisflokkurinn vill verja íslenska náttúru, landið okkar, við viljum verja íslenskar auðlindir. Við viljum lækka skatta og draga úr þessari útþenslu ríkisins og síðast en ekki síst viljum við verja frelsi einstaklinganna fyrir ásókn ríkisvalds, ásókn stórfyrirtækja og ásókn sem sannarlega dynur á okkur utan frá þar sem stórveldi og ríkjasambönd og alls konar erlendar stofnanir vilja hafa áhrif á það hvernig Íslendingar lifa sínu lífi. Hver og einn maður á að fá að ráða því fyrst og fremst.

Útlendingamál

Lýðræðisflokkurinn vill verja landamæri Íslands.

Full stjórn verði tekin á landamærum Íslands. Enginn komi til Íslands nema með heimild íslenskra stjórnvalda eða með vegabréfsáritun.

Hæliskerfi (alþjóðleg vernd) verði lagt niður og Ísland taki eingöngu á móti kvótaflóttamönnum eða á grundvelli fjöldaflótta. Ekki verði hægt að sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi. Fjármunum er almennt betur varið til að hjálpa fólki á heimaslóðum þeirra.

Viðunandi færni í íslensku verði, að meginstefnu, skilyrði fyrir endurnýjun allra dvalarleyfa.

Standa ber vörð um íslenska tungu og menningu, kristin gildi og þær frjálslyndu lýðræðishefðir sem fullveldi og sjálfstæði Íslands grundvallast á.

Velferðarmál

Lýðræðisflokkurinn vill rétta hlut aldraðs fólks og öryrkja

Með því að hækka bætur almannatrygginga til samræmis við hækkun launavísitölu eins og lög kveða á um.

Með því að tryggja að tekjur skerði ekki greiðslur úr almannatryggingum.

Öryrkjum verði auðveldað að komast aftur inn á atvinnumarkað.

Haldi fólk áfram að vinna eftir 67 ára aldur verði það undanþegið greiðslu félagsgjalda og iðgjalda í lífeyrissjóð.

Með því að tryggja að fólk geti notið lífeyrisgreiðslna og eðlilegra tekna af fjármunum og fella brott óhóflegar skerðingar almannatrygginga.

Með því að styðja fólk til sjálfsbjargar og sjálfsvirðingar.

Með því að öllum sem ekki geta séð um sig sjálfir verði tryggð viðeigandi aðstoð, eftir atvikum í samstarfi við einkaaðila.