Verkefnið

Algengt er að fólk viti ekki hvað hver og einn stjórnmálaflokkur stendur fyrir og hvaða málefni eru höfð í fyrirrúmi. Mikilvægt er að geta nálgast þær upplýsingar hjá óháðum miðli sem er ekki að biðla til kjósenda.

Níu dögum fyrir Alþingiskosningarnar 2013 fór fyrsta útgáfa Kjóstu rétt síðunnar í loftið. Verkefnið varð til af illri nauðsyn því erfitt var að átta sig á stefnumálum allra 15 stjórnmálaflokkanna sem þá buðu sig fram. Í ár er einnig mikið um framboð og eru 11 flokkar að bjóða sig fram til kosninga 2017.

Framkvæmd verkefnisins

Haft var samband við alla stjórnmálaflokkana sem eru í framboði og þeim boðið að senda svör við 13 málefnum. Hver stjórnmálaflokkur sendir inn sín svör og Kjóstu rétt endurbirtir þau án breytinga.

Stofnendur kjósturétt.is

Kristján

Kristján Ingi Mikaelsson

Frumkvöðull og stofnandi Watchbox.

Ragnar

Ragnar Þór Valgeirsson

Meðeigandi og forritari hjá Aranja.

Að verkefninu koma einnig

Axel Máni

Axel Máni

Eirikur Heiðar Nilsson

Eirikur Heiðar Nilsson

Kristjan Broder Lund

Kristjan Broder Lund

Hlöðver Thor Árnason

Hlöðver Thor Árnason

Borgar Þorsteinsson

Borgar Þorsteinsson

Hafa samband

Hægt er að hafa samband við Kjóstu rétt í gegnum tölvupóst á netfangið [email protected]